Dönsk málfræði

Á þessari heimasíðu eru myndbönd með talglærum þar sem farið er í gegnum helstu atriði í danskri málfræði. Fjallað verður um orðflokkana nafnorð, sagnorð, fornöfn, lýsingarorð, töluorð svo og smáorð. Í hverjum orðflokki um sig er farið í hinar ýmsu beygingarmyndir og málfræðiatriði varðandi orðflokkinn. Auk þess eru fjölbreyttar gagnvirkar æfingar fyrir viðkomandi málfræðiatriði ásamt skjölum með upplýsingum varðandi danska málfræði.

Hér að ofan eru flipar þar sem farið er inn á svæði viðkomandi orðflokks. Hverjum orðflokki er skipt niður í mismarga þætti þar sem finna má myndbönd með útskýringum, auk fjölmargra gagnvirkra æfinga.

Það er ósk höfunda að heimasíða þessi nýtist öllum sem eru að læra dönsku eða til upprifjunar á danskri málfræði.